Borgarstjóri ræðir við borgarbúa

Jón Gnarr borgarstjóri.
Jón Gnarr borgarstjóri. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarss

Jón Gnarr borgarstjóri stendur fyrir íbúafundum í öllum hverfum Reykjavíkur dagana 14.– 29. janúar nk.

Fundirnir eru hluti af verkefninu betri hverfi en frá og með mánudeginum 14. janúar geta Reykvíkingar sett inn hugmyndir að alls kyns smærri verkefnum, nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum, sem ætlað er að bæta íbúahverfi borgarinnar, samkvæmt fréttatilkynningu.

Á fundunum mun borgarstjóri fara yfir verkefni síðasta árs sem nú hafa verið framkvæmd í hverfunum auk þess sem óskað verður eftir hugmyndum að nýjum verkefnum til að bæta íbúahverfin í Reykjavík.

Einnig verður óskað eftir því á fundunum að íbúar gefi kost á sér til að fylgja eftir hugmyndunum frá byrjun til framkvæmdar.

Fyrirkomulagið verður þannig að borgarstjóri mun taka til máls, síðan verður fyrirspurnatími en svo gefst fólki kostur á því að setjast niður, ræða málin og skrá niður hugmyndir sem verða settar fram í nafni íbúafundanna í hverju hverfi. „Ég hvet fólk til þess að koma vel nestað af góðum og uppbyggilegum hugmyndum á fundina svo að við getum gert Reykjavík enn betri en hún er,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri í tilkynningu.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert