„Eðlileg umræða þögguð niður“

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. mbl.is

„Ég tel þetta vera frá­leita stefnu. Þetta er skoðanap­ist­ill sem lýt­ur öðrum lög­mál­um en al­menn­ar frétt­ir. Maður velt­ir fyr­ir sér hvað mönn­um geng­ur til með þessu hátta­lagi og hvort verið sé að reyna að þagga niður eðli­lega umræðu í sam­fé­lag­inu,“ seg­ir Hjálm­ar Jóns­son, formaður Blaðamanna­fé­lags Íslands, um kæru Bakka­var­ar­bræðra á hend­ur frétta­stjóra DV.

Þeir Ágúst og Lýður Guðmunds­syn­ir hafa stefnt Inga Frey Vil­hjálms­syni, frétta­stjóra á DV, vegna leiðara­skrifa hans um þá en þeir telja skrif­in meiða æru sína og krefjast þess að fern um­mæli verði dæmd dauð og ómerk.

Bræðurn­ir vísa meðal ann­ars í ákvæði nýrra fjöl­miðlalaga um hat­ursáróður. Þar seg­ir að bannað sé að „kynda und­ir hatri í fjöl­miðlum á grund­velli kynþátt­ar, kyn­ferðis, kyn­hneigðar, trú­ar­skoðana, þjóðern­is, skoðana eða menn­ing­ar­legr­ar, efna­hags­legr­ar, fé­lags­legr­ar eða annarr­ar stöðu í sam­fé­lag­inu“.

Hjálm­ar seg­ir að ekki hafi áður verið kært á grund­velli þessa ákvæðis í fjöl­miðlalög­um sem sett voru árið 2011.

„Það er gríðarlega mik­il­vægt að svona umræða geti farið fram með eðli­leg­um hætti. Það sem er rangt dæm­ir sig sjálft en hitt lif­ir eft­ir. Þess vegna erum við með ákvæði um tján­ing­ar-, skoðana- og prent­frelsi, því þetta er mik­il­vægt fyr­ir sam­fé­lagið. Ég er gáttaður á að verið sé að nota þetta ákvæði. Það er al­var­legt mál að sak­laust fólk þurfi að verja sig af þessu,“ seg­ir Hjálm­ar.

Dóm­stól­ar standi vörð um tján­ing­ar­frelsið

Spurður hvort til­gang­ur­inn með kær­unni gæti verið að fæla blaðamenn frá því að skrifa um um­deild mál af ótta við kostnað sem hljót­ist við mála­ferli seg­ist Hjálm­ar ekki átta sig á hver til­gang­ur­inn sé.

„Íslensk­ir dóm­stól­ar hafa dæmt kostnað á báða aðila jafn­vel þó að sýknað sé. Það eru ný­leg dæmi um það. Það á ekki að taka því með léttúð að lög séu mis­notuð til þess að hindra tján­ing­ar­frelsið. Ég trúi ekki öðru en að dóm­stól­ar standi vörð um það,“ seg­ir Hjálm­ar sem seg­ir jafn­framt að það hvarfli ekki að sér að dóm­ur falli Bakka­var­ar­bræðrum í vil í mál­inu.

Vilja stýra um­fjöll­un

Ingi Freyr vildi sjálf­ur ekki tjá sig um málið í dag þegar eft­ir því var leitað. Hann skrifaði hins veg­ar leiðara í DV þar sem hann fjall­ar um kær­una á hend­ur sér og blaðinu. Þar seg­ir meðal ann­ars:

„Rétt eins og fyr­ir hrun vilja Bakka­bræður stýra þeirri um­fjöll­un sem birt er um þá í fjöl­miðlum. Fyrst reyna þeir að kaupa einn af fjöl­miðlun­um sem fjall­ar einna mest um þá, meðal ann­ars um ákæru sér­staks sak­sókn­ara gegn Lýði Guðmunds­syni, en þegar það ber ekki ár­ang­ur reyna þeir að stöðva um­fjöll­un fjöl­miðils­ins með stefnu á þeim grund­velli að um „hat­ursáróður“ sé að ræða; „hat­urs­áróður“ sem bygg­ist að lang­mestu leyti á op­in­ber­um upp­lýs­ing­um um um­svif þeirra, til dæm­is úr árs­reikn­ing­um, rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is og skýrsl­unni um líf­eyr­is­sjóðina sem út kom í fyrra.“

Leiðari Inga Freys Vil­hjálms­son­ar í DV.

Bakkavararbræður.
Bakka­var­ar­bræður. Heiðar Kristjáns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert