Harma umfjöllun um Kumbaravog

Kumbaravogur.
Kumbaravogur. mbl.is

„Við fögnum því að skelfileg brotasaga Karls Vignis Þorsteinssonar sé dregin fram í dagsljósið og sæti nú rannsókn lögreglu. Á hinn bóginn hörmum við að umfjöllun um óhæfuverk hans sé notuð til að sverta ævistarf fósturforeldra okkar, Kristjáns Friðbergssonar og Hönnu Halldórsdóttur,“ segir í athugasemd fósturbarnanna vegna umfjöllunar Kastljóss um Kumbaravog.  

„Við hvetjum fólk til að kynna sér ítarlega og yfirvegaða skýrslu vistheimilanefndar frá haustinu 2009, þar sem umsagnir flestra okkar fóstursystkina um athæfi hans og viðbrögð fósturforeldra okkar við því eru reifuð (sjá einkum s. 267–269). Þegar mál af þessum toga koma upp í fjölskyldum veldur það miklum sársauka sem ekki er á bætandi. Einhliða og öfgafull ummæli um Kumbaravog í Kastljósi dagana 8. og 9. janúar þar sem m.a. er dylgjað um barnavændi dæma sig sjálf.“

Undir athugasemdina skrifa:

Grétar Sigurðsson

Guðrún Linda Ólafsdóttir

Gunnar Thorberg Kristjánsson

Karl Óskar Svendsen

Pétur Kristjánsson

Róbert H. Haraldsson

Sigurborg Ólafsdóttir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert