Olíuleit gegn stefnu VG

Þingflokkur VG á fundi.
Þingflokkur VG á fundi. mbl.is/Ómar

Hjör­leif­ur Gutt­orms­son, fyrr­ver­andi ráðherra og einn hug­mynda­fræðinga VG í um­hverf­is­mál­um, seg­ir að áform um olíu­leit á Dreka­svæðinu gangi í ber­högg við stefnu VG í lofts­lags­mál­um.

„VG hef­ur einn flokka verið með ákveðna stefnu í lofts­lags­mál­um og hún hef­ur held­ur bet­ur riðlast með út­gáfu þess­ara sér­leyfa,“ seg­ir Hjör­leif­ur.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hann fulla ástæðu til að hafa áhyggj­ur af stöðu um­hverf­is­mála og að all­ir flokk­ar þyrftu að skoða sína stöðu í því sam­hengi. Spurður um þörf fyr­ir nýj­an um­hverf­is­flokk seg­ist Hjör­leif­ur von­ast til að menn vakni og á það verði að reyna hvort það ger­ist í nú­ver­andi flokk­um eða með nýj­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert