Reynt að spinna úr þræði

mbl.is/Ómar

Samn­inga­nefnd Alþýðusam­bands Íslands samþykkti á fundi í gær­kvöldi að hitta full­trúa Sam­taka at­vinnu­lífs­ins á fundi í dag til að ræða út­spil vinnu­veit­enda vegna end­ur­skoðunar kjara­samn­inga sem nú stend­ur yfir.

„Við vilj­um sjá hvort hægt er að spinna eitt­hvað úr þess­um þræði,“ sagði Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, eft­ir fund­inn.

Stjórn SA lýsti sig reiðubúna til viðræðna við ASÍ og lands­sam­bönd þess um að stytta samn­ings­tíma kjara­samn­inga um einn mánuð, til 31. des­em­ber nk., og hefja viðræður um und­ir­bún­ing næstu kjara­samn­inga. Stjórn­in mun leita eft­ir sam­stöðu með ASÍ um meg­inþætti at­vinnu­stefnu og reyna að fá fram af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna fyr­ir kom­andi alþing­is­kosn­ing­ar. Eft­ir mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar gef­ist mögu­leiki til að full­vinna raun­hæfa aðgerðaáætl­un til næstu ára.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Vil­mund­ur Jós­efs­son, formaður SA, seg­ir að með þessu sé stjórn SA að taka mið af reynslu­heimi sam­skipta við nú­ver­andi rík­is­stjórn. Hún hafi svikið allt jafnóðum sem lofað var.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert