Skila umsögn um nýja stjórnarskrá

Stjórnlagaráð að störfum.
Stjórnlagaráð að störfum. mbl.is/Golli

Meirihluti velferðarnefndar Alþingis afgreiddi í fyrradag umsögn sína um frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er velferðarnefnd fyrsta þingnefndin sem lýkur umsögn sinni um frumvarpið.

„Í fyrsta lagi tel ég málið vera algjörlega vanbúið. Í öðru lagi er ekki búið að framkvæma neitt mat á því hverjar afleiðingarnar yrðu af þeim texta sem frumvarpið um stjórnarskrána felur í sér, t.d. er engum ljóst á þessari stundu hvaða lagabreytingar þetta muni kalla á og það er engum ljóst á þessari stundu hvaða afleiðingar þetta hefði fyrir velferðarkerfið eða fyrir vinnumarkaðinn, svo dæmi sé tekið,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í velferðarnefnd.

Að sögn Einars vekur meirihlutinn í umsögn sinni athygli á margs konar veikleikum í texta frumvarpsins og greinargerð þess. Að mati Einars hefði umsögnin því átt að leiða til umtalsverðra breytinga á texta frumvarpsins en gerir það ekki. Hann bendir á að minnihluti nefndarinnar muni skila áliti sínu á frumvarpinu í næstu viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert