Vilborg Arna Gissurardóttir, sem stefnir á suðurpólinn, skíðaði í gær inn á síðustu breiddargráðuna og hún er búin að rjúfa eitt þúsund kílómetra múrinn. Þetta kemur fram í bloggfærslu hennar í gær.
Þar kemur fram að skilyrði fyrir skíðagöngu í gær hafi verið erfið, vindur og lítið skyggni. Allt útlit er fyrir að veðrið verði óhagstætt fyrir ferðalög í dag.
Í færslu hennar í gær kemur fram að Vilborg Arna eigi eftir um 110 km í beinni loftlínu að áfangastaðnum.
Vilborg Arna lagði af stað á pólinn 19. nóvember síðastliðinn en hægt er að fylgjast með ferðalaginu hér