Handboltaveisla framundan: Ekkert HM í handbolta á RÚV

Róbert Gunnarsson með landsliðinu.
Róbert Gunnarsson með landsliðinu. Morgunblaðið/Golli

Leik­irn­ir verða sýnd­ir á Stöð 2 Sport og Rás 2 verður með ít­ar­lega um­fjöll­un um mótið og lýs­ir öll­um leikj­um ís­lenska liðsins í beinni út­send­ingu. Nú sit­ur hluti „stór­ustu þjóðar í heimi“ hníp­inn fyr­ir fram­an svart­an flat­skjá­inn sinn vegna þess að þeir vilja ekki, hafa ekki efni á eða tíma ekki að fjár­festa í út­send­ingu af HM af einka­rek­inni stöð.

Þeim finnst sjálfsagt að slík þjóðaríþrótt sé sýnd í al­menn­ings­sjón­varpi.

40-60% áhorf

Það er eft­ir miklu að slægj­ast að fá leiki til út­send­ing­ar frá hand­bolta­stór­mót­um þar sem Íslend­ing­ar taka þátt. Sam­kvæmt töl­um frá Guðna Rafni Gunn­ars­syni, sviðstjóra yfir fjöl­miðlarann­sókn­um hjá Capacent, er áhorfið á stór­mót oft í kring­um 40-60%.

Það er þó mis­jafnt eft­ir því hvers eðlis mótið er og hversu langt ís­lenska liðið nær í keppn­inni hversu mikið áhorfið mæl­ist.

En eng­an skyldi undra að keppt skuli um út­send­ing­ar­rétt stór­móta, enda áhorfstöl­urn­ar háar.

Sunnu­dags­blað Morg­un­blaðsins kannaði hjá 365 hversu mikið kost­ar að sjá strák­ana okk­ar leika á HM í hand­bolta 2013.

Krist­ín Reyn­is­dótt­ir, for­stöðmaður áskrifta- og þjón­ustu­sviðs 365, seg­ir HM sýnt á Stöð 2 Sport og mánuðinn kosta 6.985 kr. ef viðkom­andi er ekki með neina aðra áskrift.

„Sé viðkom­andi hins veg­ar með áskrift að Stöð 2, Sport 2 eða Fjölvarp­inu fær hann 10-30% af­slátt af HM-áskrift­inni og kost­ar stöðin þá á verðbil­inu 4.890 til 6.287 kr.“

Krist­ín seg­ir að ekki þurfi að vera áskrif­andi að Stöð 2 til að vera áskrif­andi að HM. „Hægt er að velja hvort tek­inn sé stak­ur mánuður eða haldið áfram í áskrift. Þá má geta þess að út­send­ing­ar frá leikj­um í HM verða í HD-gæðum.“

Horf­um sam­an á leik­ina

Þar sem al­menn­ings­sjón­varp er skylda og þjóðin greiðir nú þegar sín gjöld til RÚV gegn­um út­varps­gjald og fjár­lög þykir mörg­um súrt að þurfa að greiða viðbót­ar­kostnað fyr­ir að sjá sjálft hand­bolta­landsliðið (sem þjóðin greiðir einnig til í gegn­um skatta) spila á stór­móti.

En burt­séð frá kostnaði þá ætti eng­inn að þurfa að sleppa því al­veg að njóta þess að horfa eða hlusta á út­send­ing­ar frá leikj­um strákanna okk­ar. Þótt ekki all­ir geti nælt sér í áskrift er hægt að hópa sig sam­an og horfa, eins og marg­ir gera á vinnu­stöðum. Flest­ir þekkja ein­hvern sem er með áskrift og þá er um að gera að horfa sam­an, það er líka miklu skemmti­legra. Hvetj­um strák­ana áfram!

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert