Lottóröðin hækkar um 30 krónur

Lottó
Lottó

Þrefaldur pottur er í Laugardagslottóinu og stefnir í að vinningsupphæðin nái 20 milljónum króna. Árvökulir lottóspilarar hafa bent mbl.is á að verð á einni röð hefur hækkað um þrjátíu krónur á milli vikna, úr 100 krónum í 130 krónur. Kemur þetta heim og saman við það sem kemur fram á vefsvæði Lottó.

Í frétt á vefsvæði Lottó segir að verð á einni röð hafi haldist óbreytt í tæp sjö ár eða frá apríl 2006. „Miðað við verðlagsþróun ætti verðið á hverri röð þó að vera um 150 krónur en stjórn Íslenskrar getspár hefur ákveðið að hækka aðeins í 130 krónur.“

Þá er á það bent að ótal margir hafi notið góðs af Lottóinu og með því að spila í Lottó er stutt við bakið á íþróttahreyfingunni og ungmennafélögunum í landinu en ekki síður er uppbyggingarstarf öryrkja styrkt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert