Þingflokkur VG þarf að setjast niður og fara yfir olíumálin eftir að tvö sérleyfi voru gefin út til rannsókna og vinnslu á Drekasvæðinu, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns Vinstri grænna.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, ekki gefið að af olíuvinnslu verði þótt rannsóknir gefi góða raun.
Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, segir Íslendinga nota eldsneyti og því hafi þeir ekki efni á því að setja sig á „sérstaklega háan hest gagnvart því að vinna eldsneyti ef það er aðgengilegt“.