Toppnum ekki náð enn

Forstjóri stofnunarinnar segir að ef að líkum láti þurfi stofnunin …
Forstjóri stofnunarinnar segir að ef að líkum láti þurfi stofnunin á fjórum til sex lögfræðingum til viðbótar að halda til þess að ná tökum á þeim fjölda mála sem hún glímir við. mbl.is/Kristinn

Hæl­is­leit­end­um á Íslandi fjölgaði um helm­ing á síðasta ári frá ár­inu 2011. Alls sótti 121 um hæli hér árið 2012 en 81 árið áður. Kostnaður rík­is­ins vegna umönn­un­ar hæl­is­leit­enda jókst um 112% á milli ára sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Útlend­inga­stofn­un­ar.

Alls nam kostnaður vegna umönn­un­ar hæl­is­leit­enda rúm­um 220 millj­ón­um kr. í fyrra en til sam­an­b­urðar má nefna að 175 millj­ón­ir runnu til rekstr­ar Útlend­inga­stofn­un­ar á sama tíma, seg­ir í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

„Þetta vek­ur upp spurn­ing­ar um hvers vegna fleiri starfi ekki við mála­flokk­inn. Því færri sem starfa við hann því lengri tíma tek­ur að fjalla um mál­in og því meiri kostnaður verður við umönn­un fólks á meðan,“ seg­ir Krist­ín Völ­und­ar­dótt­ir, for­stjóri Útlend­inga­stofn­un­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert