Toppnum ekki náð enn

Forstjóri stofnunarinnar segir að ef að líkum láti þurfi stofnunin …
Forstjóri stofnunarinnar segir að ef að líkum láti þurfi stofnunin á fjórum til sex lögfræðingum til viðbótar að halda til þess að ná tökum á þeim fjölda mála sem hún glímir við. mbl.is/Kristinn

Hælisleitendum á Íslandi fjölgaði um helming á síðasta ári frá árinu 2011. Alls sótti 121 um hæli hér árið 2012 en 81 árið áður. Kostnaður ríkisins vegna umönnunar hælisleitenda jókst um 112% á milli ára samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar.

Alls nam kostnaður vegna umönnunar hælisleitenda rúmum 220 milljónum kr. í fyrra en til samanburðar má nefna að 175 milljónir runnu til rekstrar Útlendingastofnunar á sama tíma, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta vekur upp spurningar um hvers vegna fleiri starfi ekki við málaflokkinn. Því færri sem starfa við hann því lengri tíma tekur að fjalla um málin og því meiri kostnaður verður við umönnun fólks á meðan,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert