Mygla vex þar sem raki er

Mygla.
Mygla.

„Já, heldur betur, það er í rauninni búið að vera mikið að gera allt síðasta ár, sérstaklega síðan í haust þegar þetta kom upp á Egilsstöðum. Það hefur þó verið einstaklega mikið undanfarið, í desember og janúar,“ segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir spurð hvort það sé búið að vera mikið að gera að undanförnu í kjölfarið á umræðu um myglusvepp í húsum.

Sylgja rekur fyrirtækið Hús og heilsu sem sérhæfir sig í skoðun og rannsóknum á húsnæði með tilliti til raka og þeirra lífvera sem vaxa við þær aðstæður.

„Bara fimmtudag og föstudag komu inn um 60 erindi hvorn daginn. Í venjulegu árferði eru þetta kannski 20 til 30 erindi á dag.“

Sylgja segir fólk hafi áhuga á því að láta skoða hýbýli sín og kanna hvort eitthvað gæti verið að og hvort heilsufarseinkenni geti tengst raka og myglu. „Auðvitað er fullt af öðrum þáttum innandyra sem þarf líka að horfa á, mygla er ekki alltaf ástæðan. Við reynum að skoða alla þætti innilofts og bendum fólki á að skoða líf sitt, t.d hvort það er nýkomið með kött og slíkt.“

Byrjaði fyrir tveimur árum

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna hafa eftirlit með íbúðarhúsnæði að beiðni þeirra sem þar búa. Rósa Magnúsdóttir, heilbrigðisfulltrúi og deildarstjóri hjá umhverfiseftirliti Reykjavíkurborgar, segir að fyrirspurnum vegna raka og myglu í húsnæði hafi fjölgað fyrir nokkrum árum. Oft dugi að ráðleggja fólki í gegnum síma en stundum séu tilfellin þannig að það þurfi að fá heilbrigðisfulltrúa á staðinn til að skoða ástandið.

Rósa segir að grundvallaratriðið sé að komast að því af hverju rakinn stafar, uppræta hann, gera við það sem er skemmt, endurnýja rakt byggingarefni og þrífa. „Rakinn er vandamálið. Mygla vex þar sem raki er,“ segir Rósa.

Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, segist fá að meðaltali eina fyrirspurn á viku vegna raka og myglu í húsum. Hann hefur það ekki á tilfinningunni að tilfellunum sé að fjölga þó að umræðan hafi aukist en segir að í kringum umræðu fari yfirleitt fleiri að hugsa um þessi mál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert