Vara við einkavæðingu Landsvirkjunar

Kjördæmisþing Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi, haldið á Akureyri í dag, leggst alfarið gegn og varar sterklega við hugmyndum formanns Sjálfstæðisflokksins um að hefja einkavæðingu Landsvirkjunar.

Eign ríkisins á Landsvirkjun, sem fer með víðtæk réttindi til nýtingar orkuauðlinda, er mikilvæg forsenda þess og helsta trygging fyrir, að þjóðin fái í sinn hlut vaxandi arði á komandi árum, eins og fyrirtækið hefur boðað að sé í vændum. Einnig að rekstri fyrirtækisins verði hagað í samræmi við áherslur stjórnvalda í umhverfismálum og opinbera eigendastefnu, segir í ályktun kjördæmisþingsins.

 „Áform um að hefjast aftur handa við einkavæðingu af þessu tagi vekja furðu í ljósi biturrar reynslu þjóðarinnar af slíku. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur staðið og mun standa vörð um eignarhald verðmætra ríkisfyrirtækja. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar ekkert lært,“ segir ályktuninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert