Leikkonurnar í Freyvangsleikhúsinu í Eyjafirði fækka fötum án nokkurs hiks, enda sýningin Dagatalsdömurnar sett upp í þágu góðs málstaðar.
Uppsetning verksins var ákveðin í framhaldi af því að einn félaginn úr leikfélaginu lést úr krabbameini en verkið tengist því umfjöllunarefni. Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að sýningin sé sett upp í samvinnu við Krabbameinsfélag Akureyrar sem fær hluta hagnaðar.