Hægt á viðræðunum við ESB

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, yfirgefur ríkisstjórnarfundinn í morgun.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, yfirgefur ríkisstjórnarfundinn í morgun. mbl.is/Styrmir Kári

Samþykkt var á auka­fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem fram fór í morg­un hægja á viðræðunum um inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið fram yfir þing­kosn­ing­ar í vor. Er þetta í sam­ræmi við vanga­velt­ur sem Árni Þór Sig­urðsson, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, var með í byrj­un des­em­ber.

Í minn­is­blaði sem var lagt fram og samþykkt á rík­is­stjórn­ar­fund­in­um í morg­un kem­ur fram að nú sé ljóst að viðræðurn­ar leiða ekki til samn­ings á yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili.

Af þeim 33 mála­flokk­um sem samið er um hef­ur Ísland af­hent 29 samn­ingsaf­stöður, viðræður eru hafn­ar um 27 og lokið um 11.

Taf­ir hafa orðið á að viðræður gætu haf­ist um mik­il­væga kafla svo sem sjáv­ar­út­vegs­mál þar sem Evr­ópu­sam­bandið hef­ur dregið að ljúka sinni rýni­skýrslu um málið mánuðum sam­an. Einnig hef­ur dreg­ist að ljúka samn­ingsaf­stöðu Íslands í land­búnaði.

Þing­flokk­ar rík­is­stjórn­ar­flokk­anna og for­ystu­menn þeirra funduðu um málið í síðustu viku og niðurstaðan á rík­is­stjórn­ar­fund­in­um kem­ur í fram­haldi þess, en ný­árskveðja Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra og for­manns Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, til flokks­manna sinna mun hafa valdið tals­verður titr­ingi á stjórn­ar­heim­il­inu.

Þar sagði Stein­grím­ur að óumflýj­an­legt væri að end­ur­meta stöðuna í viðræðunum við Evr­ópu­sam­bandið vegna breyttra for­senda. Vísaði hann þar til þess að ekki hafi tek­ist að ljúka þeim á kjör­tíma­bil­inu. Þá sagði hann að nota ætti næstu vik­ur til þess að ákveða með hvaða hætti yrði haldið á mál­inu næstu mánuðina og miss­er­in.

At­hygli vek­ur að niðurstaðan á rík­is­stjórn­ar­fund­in­um í morg­un er í sam­ræmi við vanga­velt­ur sem Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður VG og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, setti fram í byrj­un des­em­ber síðastliðins. Þar sagði hann að hon­um þætti ekki ósenni­legt að hægt yrði á viðræðuferl­inu og það jafn­vel langt til hliðar fram yfir kosn­ing­ar.

Árni lagði þó áherslu á að eng­in ákvörðun hefði verið tek­in í því sam­bandi. Hins veg­ar sagðist hann telja að það myndi nán­ast ger­ast af sjálfu sér að hægt yrði á ferl­inu en eft­ir sem áður væri hægt að halda áfram með það sem þegar væri í gangi. Þá sagði Árni að næsta rík­is­stjórn gæti síðan end­ur­metið stöðuna.

Viðræður við ESB sett­ar á ís

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert