Jóni var boðið sæti í nefndum

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Ómar

Jóni Bjarna­syni, þing­manni VG, var í dag boðið að taka sæti í tveim­ur nefnd­um og hugs­an­lega að taka að sér for­mennsku í ann­arri. Þetta sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG, í Kast­ljósi í kvöld. Jón hafnaði þessu.

Þing­flokk­ur VG ákvað í dag að kjósa Þuríði Backm­an í ut­an­rík­is­mála­nefnd í stað Jóns Bjarna­son­ar.

Stein­grím­ur sagði að eft­ir að það lá fyr­ir að Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir myndi hætta á þingi hefði þing­flokk­ur­inn þurft að gera breyt­ing­ar á skip­an manna í nefnd­um.

„En auðvitað er það líka rétt og ég ætla ekk­ert að draga fjöður yfir það, að sú staðreynd að Jón Bjarna­son studdi ekki stjórn­ar­frum­varpið [þ.e. fjár­laga­frum­varpið] var ekki gott inn­legg í and­rúms­loftið og trúnaðinn í sam­skipt­um okk­ar í þing­flokkn­um við hann. Það er afar óvenju­legt að stjórn­arþing­menn styðji ekki svona grund­vall­ar­mál rík­is­stjórn­ar eins og fjár­lög­in eru.“

Stein­grím­ur sagði að það hefði líka skipt máli „að hann var í þann veg­inn að mynda meiri­hluta með stjórn­ar­and­stöðunni í ut­an­rík­is­mála­nefnd án þess að hafa rætt það í þing­flokkn­um og kynnt það fyr­ir fé­lög­um sín­um.“

Stein­grím­ur sagði þessa ákvörðun ekk­ert hafa að gera með efn­is­atriði máls­ins. Skoðanir Jóns á ESB-aðild væru öll­um kunn­ar og það væri eng­inn að fara fram á að hann skipti um skoðun í því máli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert