Ný gögn í Geirfinnsmálinu

Frá málflutningi í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.
Frá málflutningi í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.

Starfs­hópi inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins um Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­in bár­ust ný gögn í byrj­un janú­ar sem tengj­ast rann­sókn mál­anna. Um er að ræða  tals­vert af gögn­um frá lög­reglu sem höfðu verið í vörslu Þjóðskjala­safns Íslands.

Á vefsíðu inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins seg­ir að þetta séu að hluta til gögn sem starfs­hóp­ur­inn hafði ekki haft und­ir hönd­um og stend­ur frek­ari úr­vinnsla þeirra nú yfir.

Starfs­hópn­um, sem skipaður var í októ­ber 2011, er ætlað að skila loka­skýrslu til inn­an­rík­is­ráðherra um miðjan fe­brú­ar 2013. Of snemmt er að segja til um hve mik­il áhrif fram­an­greind gögn muni hafa á fram­vindu vinnu starfs­hóps­ins, að því er kem­ur fram á vefsíðu ráðuneyt­is­ins.

Frétt mbl.is: Skila skýrslu um Geirfinns­málið í fe­brú­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert