Ný stjórnmálasamtök stofnuð

Þorvaldur Þorvaldsson
Þorvaldur Þorvaldsson mbl.is

Um helgina voru stofnuð ný stjórnamálasamtök í Reykjavík undir nafninu Alþýðufylkingin. Alþýðufylkingin ætlar sér fulla þátttöku í íslenskum stjórnmálum á landsvísu og hvetur alþýðufólk til virkrar þátttöku, segir í tilkynningu.

Á fundinum var samþykkt stofnsamþykkt og ályktun. Þá voru samþykkt lög samtakanna og drög að stefnuskrá sem lögð verður fyrir framhaldsstofnfund í febrúar.

Á fundinum var kjörin þriggja manna bráðabirgðastjórn en á framhaldsstofnfundi verður kosin forysta í samræmi við lög samtakanna. Í bráðabirgðastjórn Alþýðufylkingarinnar voru kjörnir Þorvaldur Þorvaldsson, Vésteinn Valgarðsson og Einar Andrésson. 

Stofnyfirlýsing:

„Fundur haldinn í Friðarhúsi 12. janúar 2013 samþykkir að stofna ný stjórnmálasamtök undir nafninu Alþýðufylkingin á grundvelli fyrirliggjandi draga að stefnuskrá og lögum. Fundurinn kýs bráðabirgðastjórn sem starfar fram að framhaldsstofnfundi sem skal haldinn í febrúar næstkomandi þar sem störfum stofnfundar lýkur. Þeir sem ganga til liðs við Alþýðufylkinguna fram að þeim tíma teljast stofnfélagar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert