Óvíst hvenær umræða hefst

mbl.is/Kristinn

Frumvarp um breytingar á stjórnarskrá kemur ekki til umræðu á Alþingi í þessari viku og ekki er vitað hvenær stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins lýkur umfjöllun sinni um það.

Nefndir þingsins hafa fæstar skilað umsögn um einstakar greinar frumvarpsins til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þótt frestur til þess sé löngu útrunninn.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að formenn þingflokka stjórnarflokkanna hafa átt óformlega fundi með forystumönnum þingflokka stjórnarandstöðunnar til að undirbúa umræður um stjórnarskrárfrumvarpið. Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir æskilegt að ná samstöðu um skipulag umræðunnar. Illugi Gunnarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir erfitt að gera slíkt samkomulag nú. Umræðan ráðist af eðli málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert