Reiðubúnir að halda málinu áfram

Jón Bjarnason, alþingismaður.
Jón Bjarnason, alþingismaður. mbl.is/Árni Sæberg

„Þessi yf­ir­lýs­ing rík­is­stjórn­ar­inn­ar þýðir auðvitað ein­fald­lega það að ef þess­ir tveir flokk­ar geta haldið stjórn­ar­sam­starfi sínu áfram eft­ir kosn­ing­arn­ar í vor séu þeir reiðubún­ir til þess að halda viðræðunum áfram,“ seg­ir Jón Bjarna­son, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, og vís­ar þar til rík­is­stjórn­ar­flokk­anna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og VG.

Eins og mbl.is hef­ur fjallað um samþykkti rík­is­stjórn­in á fundi sín­um í morg­un að hægja á viðræðunum um inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið fram yfir þing­kosn­ing­ar í vor í ljósi þess að ekki reynd­ist mögu­legt að klára viðræðurn­ar á kjör­tíma­bil­inu eins og til stóð. Í minn­is­blaði sem samþykkt var á fund­in­um seg­ir að nú sé ljóst að viðræðunum ljúki ekki á kjör­tíma­bil­inu og að taf­ir hafi orðið því vald­andi.

Guðmund­ur Stein­gríms­son, alþing­ismaður og formaður Bjartr­ar framtíðar seg­ist ekki telja að um mik­il tíðindi sé í raun að ræða en flokk­ur hans hef­ur þá stefnu að halda eigi viðræðunum við Evr­ópu­sam­bandið áfram og ljúka þeim.

„Mér þykja þetta eng­in stór­brot­in tíðindi. Það á að halda viðræðunum áfram, það eru sex­tán kafl­ar opn­ir og það á að klára þá. Það eina sem ger­ist er að það á ekki að opna sjáv­ar­út­veg­mál­in og land­búnaðar­mál­in og ein­hverja einn, tvo kafla til viðbót­ar fyr­ir kosn­ing­ar,“ seg­ir Guðmund­ur Stein­gríms­son, alþing­ismaður og formaður Bjartr­ar framtíðar, í sam­tali við mbl.is.

Hann legg­ur áherslu á að ekki sé verið að hætta viðræðunum eða gera hlé á þeim. Slík ákvörðun myndi hins veg­ar hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir viðræðuferlið. Það þýddi að leysa þyrfti upp viðræðunefnd­ina og þekk­ing og tengsl sem aflað hefði verið gætu glat­ast. Það sé hins veg­ar ekki verið að gera slíkt hlé og því hafi þetta út af fyr­ir sig enga stór­brotna þýðingu.

„Það er ekki verið að gera hlé á viðræðunum. Þær eru á blúss­andi sigl­ingu, hafa verið það og ganga vel. Það eru þarna þess­ir sex­tán kafl­ar sem verður haldið áfram að ræða,“ seg­ir Guðmund­ur enn­frem­ur og bæt­ir við að hann hafi skiln­ing á því að sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­mál­in séu geymd fram yfir kosn­ing­ar og nýju þingið veitt færi á því að fjalla um málið.

Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður.
Guðmund­ur Stein­gríms­son, alþing­ismaður. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert