Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur samið við slitastjórn Kaupþings um að greiða félaginu um 130 milljónir króna.
Þetta kemur fram í frétt á Vísi í dag.
Kaupþing stefndi Sigurði vegna skuldamáls í ágúst árið 2010 og var það þingfest þann 7. september sama ár þar sem Sigurður krafðist sýknu. Málið var svo tekið fyrir í byrjun árs 2011 en því ávallt frestað á þeim grundvelli að aðilar væru að leita sátta í málinu.
Sú sátt náðist þann 10. janúar síðastliðinn, eða um tveimur og hálfu frá því að stefnan var birt. Sigurður samþykkti að greiða upphæðina.