Breytingu hafnað vegna örnefnaverndar

Stapasel hefur verið í eyði um árabil en býlið á …
Stapasel hefur verið í eyði um árabil en býlið á sér merka sögu. mbl.is/Leifur Runólfsson

Örnefnanefnd hafnaði óskum um breytingar á þremur bæjarnöfnum á síðasta ári. Ástæðan var í öllum tilvikum örnefnavernd, enda löng hefð fyrir umræddum bæjarnöfnum, samkvæmt upplýsingum Þórunnar Sigurðardóttur, formanns örnefnanefndar.

Breytingu á nafninu Efri-Brunnastaðir á Vatnsleysuströnd í Brunnastaði var hafnað af því að hefð er fyrir nöfnunum Efri-Brunnastaðir og Neðri-Brunnastaðir frá því á 19. öld. Breytingu á bæjarnafninu Stapasel í Borgarbyggð í Selskógar var hafnað þar sem um fornt nafn er að ræða en jörðin byggðist um 1670. Þá var breytingu á bæjarnafninu Hesjuvellir í Eyjafirði í Hlíðar hafnað. Hesjuvellir er mjög gamalt heiti á býlinu, kemur fyrst fyrir árið 1394.

Örnefnanefnd samþykkti á síðasta ári sautján heiti á nýbýlum en hafnaði tveimur. Nafninu Hólahólar var hafnað af því að það passaði ekki við staðhætti og örnefni á svæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert