Eitrað illgresi í klettasalati

Klettasalat.
Klettasalat.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um innköllun á salati. Illgresi fannst í nokkrum pokum af ítölsku klettasalati eftir að nokkrir neytendur höfðu fengið eitrunaráhrif, m.a. sviða og bólgur í munnholi.

Fyrirtækið innkallaði vörurnar strax í samráði við heilbrigðiseftirlitið. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að ráðlegt sé að skola salat og tína úr lauf sem eru frábrugðin.

Klettasalatið er frá fyrirtækinu Hollt og gott ehf. en salatið er flutt inn frá Ítalíu. Á pakkningunni, sem er 75 gr., stendur að það sé best fyrir: 16. og 17. janúar 2013. Hluti salatsins er sérmerkt versluninni Bónus, en einnig er það í pokum sem dreift var í verslunum um allt land.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert