Feneyjanefndin fundar í Reykjavík

Bjarni Benediktsson og Valgerður Bjarnadóttir hafa tekist á um stjórnarskrárfrumvarpið.
Bjarni Benediktsson og Valgerður Bjarnadóttir hafa tekist á um stjórnarskrárfrumvarpið. mblis/Golli

Feneyjanefnd Evrópuráðsins fundar í Reykjavík dagana 17. og 18. janúar með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, fulltrúum stjórnlaganefndar og stjórnlagaráðs, fulltrúum stjórnmálasamtaka og ýmsum sérfræðingum um frumvarp til stjórnarskipunarlaga.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis óskaði eftir áliti nefndarinnar á frumvarpinu. 

Blaðamannafundur verður haldinn með fulltrúum Feneyjanefndarinnar á fimmtudaginn.

Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sagði í desember að Feneyjanefndin myndi skila áliti á frumvarpinu í janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert