Hótelfjárfestar hræddir við Ísland

Harpa.
Harpa. mbl.is/Júlíus

„Það hafa orðið tafir á þessu vegna mikilla efasemda sem fjárfestar hafa um fjárfestingar á Íslandi og stöðu efnahagsmála. Því miður hefur gengið verr að sannfæra menn um það að staðan á Íslandi sé ekki eins erfið og margir telja. Fjárfestar sýna verkefninu ennþá áhuga og viðræður halda áfram. Þetta mun því tefjast eitthvað áfram.“

Þetta segir Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Situsar, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, en félagið hefur verið í viðræðum við erlenda fjárfesta um að fjármagna og reisa hótel við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu, undir merkjum Marriott-hótelkeðjunnar.

Vonir stóðu til að skrifa undir samninga sl. vor um byggingu nærri 270 herbergja hótels við Hörpu. Áttu framkvæmdir að hefjast á þessu ári og hótelið skyldi opnað árið 2015. Pétur segir ljóst að þessar áætlanir muni ekki alveg ganga eftir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert