Náðu saman um tillögur

Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og ASÍ gengu um helgina frá plaggi með sameiginlegum hugmyndum vegna endurskoðunar kjarasamninga, sem hefur aukið líkur á að unnt verði að ná samkomulagi á almennum vinnumarkaði á næstu dögum.

Stjórn Samtaka atvinnulífsins féllst í gær á meginatriði þessara hugmynda en það ræðst af undirtektum á fundum í landssamböndum og aðildarfélögum innan ASÍ í dag og á næstu dögum hvort gengið verður frá samkomulagi á þessum grunni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Til að koma til móts við sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar hafa SA fallist á frekari styttingu samningstímans, þannig að núgildandi samningar gildi til 30. nóvember. Umsamdar hækkanir kæmu þá til framkvæmda 1. febrúar. Jafnframt er gert ráð fyrir að þegar í stað verði hafin vinna við undirbúning að næstu kjarasamningum, unnið verði markvisst að því með raunhæfum aðgerðum að halda verðbólgu í skefjum og reynt verði að ná samstöðu um meginþætti atvinnustefnu til að glæða hagvöxt og skapa störf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert