Vilborg þjáist af magakveisu

Vilborg Arna Gissurardóttir.
Vilborg Arna Gissurardóttir.

Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir, sem stefn­ir á suður­pól­inn, seg­ir að stund­um geti dag­arn­ir farið öðru­vísi en maður ætli, en í dag þurfti hún að liggja fyr­ir þar sem hún fékk maga­k­veisu.

„Ég byrjaði að kasta upp í nótt og hélt að þetta væri búið en í morg­un fór allt af stað aft­ur. Ég er kom­in með mat­ar­lyst og er að byggja mig upp fyr­ir morg­undag­inn með mat og drykk,“ skrif­ar Vil­borg frá suður­skautsland­inu.

Hún stefn­ir að því að ná sér af þess­ari kveisu fljótt. Nú séu um 55 km eft­ir og þá seg­ist hún hlakka til að kom­ast á leiðar­enda og koma svo heim.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka