Beinu lýðræði fylgir vandi

Gunnar Helgi ræddi útfærsluna á beinu lýðræði sem sett er …
Gunnar Helgi ræddi útfærsluna á beinu lýðræði sem sett er fram í stjórnarskrárfrumvarpinu. Ómar Óskarsson

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands er gagnrýninn á tillögur stjórnlagaráðs um beint lýðræði. Tillögurnar fela í sér að tíu af hundraði geta farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Gunnar Helgi segir að aðferðunum fylgi tæknilegir annmarkar og siðferðileg vandamál.

Þetta kom fram í hádeginu á fjórða fundi í fundarröð háskólanna um eðli, inntak og ferli þeirra breytinga á stjórnarskránni sem felast í tillögum stjórnlagaráðs. Fundurinn bar yfiskriftina Stjórnarskráin og lýðræðið: Kosningakerfið-Persónukjör og Þjóðaratkvæðagreiðslur.

Framsögumenn á fundinum voru Gunnar Helgi Kristinsson og Ólafur Þ. Harðarson prófessorar við stjórnmálafræðideild HÍ, Jón Ólafsson prófessor við Háskólan á Bifröst, Ágúst Þór Árnason, deildarformðaur í lögfræði við HA og Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild HR.

Gunnar Helgi segir að almennt sé viðurkennt að tillögur sem felist í stjórnarskrárfrumvarpinu er varða beint lýðræði séu mjög vandmeðfarnar. Hann bendir á að það sé vankvæðum bundið að túlka þjóðarvilja. Hvernig megi túlka skoðanir þeirra sem sitja heima, benti í því sambandi á þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Einnig bendir hann á að oft sé óljóst hvað ræður hegðun kjósenda. T.d. sé algengt að kjósendur láti í ljós skoðanir sínar á ríkisstjórnarflokkunum í sveitastjórnarkosningum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert