Kröftug lækkun í ársbyrjun

(Skipverjar á Vilhelm Þorsteinssyni EA fá yfir sig skvettu á …
(Skipverjar á Vilhelm Þorsteinssyni EA fá yfir sig skvettu á meðan þeir taka trollið inn.) mbl.is/Kristján

Áhrif af auknu framboði Norðmanna á þorski úr Barentshafi eru þegar byrjuð að koma í ljós á helstu fiskmörkuðum Íslendinga.

„Frakklandsmarkaður var mjög sterkur í ferska fiskinum í fyrra og ef við miðum við meðalverðið síðasta ár áætla ég að lækkunin þar sé nú þegar ríflega 30%,“ segir Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood International.

Hann segir að verð á ferska fiskinum hafi almennt verið undir þrýstingi þegar í annarri viku ársins. Aflamark á þorski í Barentshafi var aukið um 250 þúsund tonn með nýju fiskveiðiári, sem hófst um áramót, og verður það milljón tonn í ár. Helgi segir ekki koma á óvart að aukið framboð hafi áhrif á markaðinn, en skilaboð frá kaupendum um verðlækkun séu kröftugri og fyrr á ferðinni en menn hafi reiknað með.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert