Það getur tekið á taugarnar að fylgjast með kappleikjum íslenska landsliðsins í handknattleik. Íslenska liðið átti við ramman reip að draga í kvöld þegar það laut í viðargólf fyrir Dönum, 36:28, á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer nú fram á Spáni.
Víða kom fjölmenni saman til að horfa á leikinn, m.a. á English Pub í miðborg Reykjavíkur. Eins og sést á meðfylgjandi ljósmyndum, sem ljósmyndari Morgunblaðsins tók nú í kvöld, þá er stutt á milli hláturs og gráts.
Næsti leikur íslenska liðsins verður á móti Katar á föstudaginn.