Verður svalt að fá pólstimpil í vegabréf

Vilborg Arna Gissurardóttir.
Vilborg Arna Gissurardóttir. mbl.is

Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari á nú um 37 km eftir á pólinn samkvæmt nýjustu færslu hennar á síðunni lifsspor.is.

„Ég vaknaði hress í morgun, reyndar var matarlystin lítil en ég reyndi nú samt að hafa mig alla við að ná inn orku,“ skrifar Vilborg sem hefur þjáðst af magakveisu undanfarna daga. 

„Ég var óviss um hvernig mér myndi ganga þegar ég lagði af stað. En það gekk nú bara vonum framar og ég skíðaði 18,5 km. Það var mjög kalt í dag og vindur beint í fangið, ca. 8-9 m/s og þvílík vindkæling.

Ég á nú eftir tvo daga á skíðunum og það eru 37 km eftir á pólinn. Það er skrýtin tilfinning. Ég hlakka mikið til að skoða pólstöðina og tók með nokkra dollara svo ég gæti splæst í minjagrip. Það verður líka mjög svalt að fá pólstimpil í vegabréfið.“

Að lokum hvetur Vilborg alla til að taka þátt í söfnuninni fyrir styrktarfélagið Líf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert