Ráðist verður í tilraunaverkefni til eins árs til að þróa leiðir í samræmi við markmið stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um aukið menntunarstig fólks á vinnumarkaði. Þetta er niðurstaða fundar mennta- og menningarmálaráðherra og velferðarráðherra með aðilum vinnumarkaðarins í Ráðherrabústaðnum í dag.
Í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu segir, að tillögur um markmið, fyrirkomulag og framkvæmd verkefnisins hafi verið ræddar á fundinum. Fundarmenn hafi verið sammála um að þau samstarfsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem ráðist hafi verið í á undanförnum misserum hafi tekist vel og skilað miklum árangri. Voru þar meðal annarra nefnd verkefnin Vinnandi vegur, Nám er vinnandi vegur og verkefnið Liðsstyrkur sem er nýhafið.
Bent er á, að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar 5. maí 2011 sem gefin hafi verið út í tengslum við kjarasamninga, hafi verið sett markmið og gefin fyrirheit um framkvæmd samstarfsverkefna vegna aðgerða gegn atvinnuleysi og því að hækka menntastig á vinnumarkaði. Sett hafi verið markmið í tengslum við stefnumörkunina Ísland 2020 í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins um að ná þessum hlutfalli niður í 10% fyrir þann tíma en fyrirséð sé að þau markmið munu ekki nást.
Um tilraunaverkefnið
Í meðfylgjandi minnisblaði eru dregin fram eftirfarandi markmið tilraunaverkefnisins:
„Til að fá reynslu af framangreindum atriðum er miðað við að verkefnið sé þróað annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á landsbyggðinni og er lagt til að það verði annars vegar bundið við Norðvesturkjördæmi og hins vegar Breiðholt í Reykjavík.
Á fundinum í dag var ákveðið að fela stýrihópi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins að útfæra nánar fyrirkomulag tilraunaverkefnisins sem lagt er til að hefjist haustið 2013 og standi í eitt ár. Stýrihópurinn mun vinna kostnaðar- og framkvæmdaáætlun og sjá um framkvæmd verkefnisins,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.