Mat utanríkisráðuneytisins í júlí 2009 var að aðildarviðræður við ESB myndu taka um 18 mánuði. Taldi ráðuneytið að þeim yrði lokið um mitt ár 2011.
Þá sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra árið 2009 að í samtölum við sig hefðu forsvarsmenn ESB sagt að innan árs, kannski 18 mánaða, gæti Ísland orðið fullgildur aðili að ESB.
Síðastliðin mánudag samþykkti ríkisstjórnin að hægja á viðræðunum. Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur m.a. fram, að það sé ekki algengt að umsóknarlönd geri það í aðdraganda kosninga. Samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingi hjá ESB í Brussel er Malta líklega eina dæmið á síðari tímum þar sem innanlandsmál hafa hægt á aðildarferli.