Kvenmannsnafnið Katharina hefur verið samþykkt af mannanafnanefnd jafnvel þótt fram komi í úrskurði nefndarinnar að það samrýmist ekki almennum ritreglum þar sem bókstafirnir th eru ekki ritaðir saman í íslensku í ósamsettum orðum eins og þar segir.
Hins vegar kemur fram að nafnið uppfylli skilyrði um að hefð hafi skapast fyrir því, enda beri fimm konur það og sú elsta sé fædd árið 1944, auk þess sem það taki íslenskri beygingu í eignarfalli.
Þá hefur nefndin einnig samþykkt karlmannsnöfnin Alli, Holger, Sigri, Greppur auk kvenmannsnafnsins Elinborg.