Ingvar P. Guðbjörnsson -
Verslanir Iceland selja innflutta hamborgara frá Bretlandi. Jónatan Friðriksson, verslunarstjóri Iceland í Fiskislóð, segir fyrirtækið hafa yfirfarið alla borgara sem þeir selji eftir að upp komst að á Bretlandi hafi hrossakjöt verið notað í borgara.
Í ljós hafi komið að eitt vörumerki hafi verið til sölu hjá Iceland hér á landi sem hafi þurft að taka úr sölu sökum þessa. Jónatan segir að það hafi nú verið gert og að birgðunum verði fargað.
Hann segir að þeir viðskiptavinir sem hafi keypt umrædda vöru geti skilað henni, en meðfylgjandi ljósmynd er af vörunni, sem heitir „4 Beef Quarter Pounders“.