„Það er ljóst að í þessu veðuráhlaupi uppfyllti Orkubú Vestfjarða ekki væntingar viðskiptavina sinna og biðjumst við afsökunar á þeim óþægindum sem af rafmagnsleysinu hlaust.“ Þetta segir í yfirlýsingu á vef Orkubús Vestfjarða.
Stjórnendur Orkubúsins hafa tekið saman ítarlega skýrslu um rafmagnsleysið á Vestfjörðum og viðbrögð við því. Í skýrslunni kemur fram að tjón á dreifikerfi OV verði að teljast óverulegt miðað við aðstæður. Aðeins hafi brotnað átta stæður í Hrafnseyrarlínu og Kollafjarðarlínu, en auk þess hafi vírar slitnað.
„Því hefur verið haldið fram að fjórar varaaflsstöðvar hafi verið bilaðar þegar á þurfti að halda. Það skal áréttað að allar varaaflsstöðvar voru í lagi þegar á þurfti að halda. Vélarnar biluðu í keyrslu. Það er miður, en getur gerst. Varaaflsvélar eru undir stöðugu eftirliti og fasaðar við kerfið í hverjum mánuði. En eins og öll mannanna verk þá geta þessar vélar bilað, sem þær gerðu því miður.
Hefðu vélar ekki bilað hefði ekki orðið jafn langt og víðtækt rafmagnsleysi á Ísafirði. Þarna spiluðu saman gríðarlega erfiðar aðstæður, slæm færð og almannavarnaástand. Okkur bárust boð um aðstoð frá öðrum veitum, svo sem frá RARIK og það ber að þakka. Vegna aðstæðna, færðar o.þ.h. var ekki talin þörf á þeirri aðstoð enda þá orðið ljóst að ástand flutningskerfisins var alvarlegra annarsstaðar.
Vegna bilana í varaaflsvélum á Ísafirði og í Bolungarvík ásamt bilun í spennistöð Ísafirði, þá voru sum hverfi lengi án rafmagns,“ segir í skýrslunni.
Helstu niðurstöður um það sem gera þarf í kjölfarið er eftirfarandi: