Hjúkrunarfræðingar ekki vongóðir og líta til Noregs

Hjúkrunarfræðingar funduðu á Landspítalanum á Fossvogi í gær þar sem …
Hjúkrunarfræðingar funduðu á Landspítalanum á Fossvogi í gær þar sem farið var yfir stöðuna mbl.is/Golli

„Ég treysti því ekki að það verði gert eitthvað fyrir okkur og er tilbúin að labba út [...] maður er búinn að beygja sig í svo mörg ár að manni blöskrar. Ég held að stjórnvöld átti sig ekki á því hversu aðþrengt fólk er orðið. Fólk með sérfræðimenntun og reynslu.“

Þetta sagði Elísabet Árnadóttir, hjúkrunarfræðingur á gjörgæslunni í Fossvogi til tólf ára, að loknum fundi hjúkrunarfræðinga í gær. Það var aðgerðahópur hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum sem boðaði til fundarins fyrir þá 270 hjúkrunarfræðinga sem hafa sagt þar upp störfum undanfarið.

Fullt var út úr dyrum á fundinum og ríkti samstaða í hópnum. Andrúmsloftið var þrungið nokkurri spennu og mátti greina gremju hjúkrunarfræðinga með aðgerðaleysi stjórnar LSH og stjórnvalda í að bæta kjör þeirra. Hjúkrunarfræðingar báru upp spurningar til Ceciliu Björgvinsdóttur, sviðsstjóra kjara- og réttindasviðs. 

Uppsagnirnar snúa að stofnanasamningi sem hefur ekki verið endurnýjaður. „Við erum búin að funda með Landspítalanum síðan í nóvember 2011 og enginn árangur hefur orðið af því,“ segir Cecilia en kjarasamningur var gerður í júní 2011 og í kjölfarið var farið fram á endurskoðun á stofnanasamningi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert