Kallar forstjóra Útlendingastofnunar á teppið

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur óskað eftir skýringum Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, á ummælum hennar í fjölmiðlum í gær um að hælisleitendur teldu Ísland fýsilegan kost þar sem málsmeðferð tæki langan tíma og að hér gætu þeir fengið frítt fæði og húsnæði á meðan.

Innanríkisráðherra sendi forstjóra Útlendingastofnunar bréf í morgun þar sem hann kveðst ósáttur við umrædd umæli hennar og telur óábyrgt að draga upp þessa mynd án þess að hafa gert ráðuneytinu grein fyrir þeim. Einnig telur hann að nálgast beri þetta umræðuefni af meiri yfirvegun meðal annars þar sem forstjórinn hafi einnig staðhæft að ekki lægju rannsóknir eða fræðimennska að baki umælunum, að því er fram kemur í frétt frá ráðuneytinu.

Ráðherra óskar í bréfinu eftir því að eiga fund með forstjóranum hið fyrsta og er sá fundur ráðgerður í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert