Sjálfstæðisflokkurinn stærstur - Björt framtíð í þriðja

mbl.is/Hjörtur

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi samvæmt könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið og Stöð 2. Samfylkingin er næststærst og þá er Björt framtíð þriðji stærsti flokkurinn.

Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn 41% atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Samfylkingin fengi 19% atkvæða en Björt framtíð er með 13% fylgi. Framsóknarflokkurinn er með 12% fylgi en Vinstrihreyfingin - grænt framboð mælist nú með 7% fylgi, en flokkurinn fékk tæp 22% í síðustu kosningum.

Spurt var hvaða listi yrði fyrir valinu ef gengið yrði þingkosninga í dag. Óákveðnir voru spurðir um hvaða flokk þær væru líklegastir til þess að kjósa.

Fram kemur að Björt framtíð sé eina nýja framboðið sem nái marktækum árangri. Hin nýju framboðin séu að mælast með fylgi á bilinu núll til tvö prósent.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert