80% styðja olíuvinnslu á Drekasvæðinu

.
. Mynd: Harald Pettersen / Statoil

80% lands­manna styðja að stjórn­völd leyfi olíu­vinnslu á Dreka­svæðinu. Þetta kem­ur fram í nýrri skoðana­könn­un Stöðvar 2 og Frétta­blaðsins. Könn­un­in leiddi í ljós að meiri­hluti er í öll­um flokk­um fyr­ir olíu­vinnslu, líka meðal kjós­enda VG.

52% aðspurðra segj­ast vera mjög fylgj­andi olíu­vinnslu á svæðinu. 28% segj­ast síðan frek­ar fylgj­andi hug­mynd­inni. 11% eru hvorki fylgj­andi né and­víg hug­mynd­inni og 5% eru frek­ar and­víg. 4% leggj­ast al­farið gegn því að olíu­vinnsla verði leyfð á Drek­an­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert