80% styðja olíuvinnslu á Drekasvæðinu

.
. Mynd: Harald Pettersen / Statoil

80% landsmanna styðja að stjórnvöld leyfi olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Könnunin leiddi í ljós að meirihluti er í öllum flokkum fyrir olíuvinnslu, líka meðal kjósenda VG.

52% aðspurðra segjast vera mjög fylgjandi olíuvinnslu á svæðinu. 28% segjast síðan frekar fylgjandi hugmyndinni. 11% eru hvorki fylgjandi né andvíg hugmyndinni og 5% eru frekar andvíg. 4% leggjast alfarið gegn því að olíuvinnsla verði leyfð á Drekanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert