„Erum komin út á ystu nöf“

Við flestar deildir Landspítalans hefur verið sett viðvörunarblað fyrir gesti …
Við flestar deildir Landspítalans hefur verið sett viðvörunarblað fyrir gesti sem ætla að koma í heimsókn. mbl.is/Golli

„Við erum komin út á ystu nöf, ef það kæmi upp t.d. bílslys og bráðamóttakan þyrfti að taka á móti átta sjúklingum þá veit ég ekki hvernig hægt væri að leysa það. Það er ekki mikil teygja eftir í spítalanum okkar hér í Reykjavík.“

Þetta segir Már Kristjánsson, sviðsstjóri lækninga á slysa- og bráðamóttöku á LSH, í umfjöllun um ástandið á Landspítalanum. Óvissustigi var lýst yfir á spítalanum í gær þar sem álag hefur aukist mikið vegna inflúensu, nóró- og RS-vírusfaraldra. Spítalinn er yfirfullur, 39 sjúklingar eru í einangrun og að auki bíða á bráðamóttöku 15 sjúklingar sem þurfa á innlögn að halda, þar af fimm sem þurfa einangrun.

Í gær var þéttur straumur fólks á bráðamóttökuna með flensu og flensulík einkenni. Ákveðið var að opna fleiri sólarhringsrúm í gær og næstu daga. Viðbragðsstjórn spítalans kemur saman í hádeginu á hverjum degi og fylgist með stöðu mála.

„Ég myndi segja að við séum í rauninni að tala um rekstrarlega vá spítalans, miðað við umfang rekstursins og þau verkefni sem okkur ber að sinna þá erum við komin algjörlega út fyrir öll velsæmismörk. Þú veist aldrei hvenær slysið verður. Kerfin þurfa að gera ráð fyrir því svigrúmi að taka á móti slíkum slysum,“ segir Már meðal annars í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert