Fundu manninn heilan á húfi

Mjög erfiðar aðstæður voru í fjallinu eins og þessi mynd …
Mjög erfiðar aðstæður voru í fjallinu eins og þessi mynd sýnir. Ljósmynd/Landsbjörg

Björg­un­ar­sveit­ir Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar fundu um kl. 20:30 mann sem leitað hef­ur verið á Esju síðan síðdeg­is í dag. Var hann stadd­ur efst í Gunn­laugs­skarði og í ágætu ástandi miðað við aðstæður. Björg­un­ar­menn fylgja hon­um niður af fjall­inu.

Leit­in hef­ur verið afar um­fangs­mik­il og aðstæður erfiðar en mikið kapp var lagt á að finna mann­inn fyr­ir nótt­ina. Um 120 björg­un­ar­sveita­menn frá höfuðborg­ar­svæðinu, Borg­ar­f­irði og Suður­nesj­um tóku þátt í dag og í kvöld.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert