Hættir sem formaður Bændasamtakanna

Haraldur Benediktsson
Haraldur Benediktsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Har­ald­ur Bene­dikts­son, formaður Bænda­sam­taka Íslands, hef­ur ákveðið að hætta sem formaður sam­tak­anna á búnaðarþingi sem hefst í byrj­un mars. Har­ald­ur verður í 2. sæti á fram­boðslista Sjálf­stæðis­flokks­ins í NV-kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um í vor.

Fram­boðslisti Sjálf­stæðis­flokks­ins var form­lega samþykkt­ur á kjör­dæm­isþingi flokks­ins í dag. Eft­ir að búið var að samþykkja list­ann skrifaði Har­ald­ur á Face­book-síðu sína:

„Þá er þetta end­an­lega ljóst og frá­gengið. Nú tek­ur við nýtt og spenn­andi verk­efni. Á nk. búnaðarþingi verður kos­inn nýr formaður Bænda­sam­taka Íslands. 9. ára for­mennskutíð lýk­ur þá, og er ég fyrst og fremst þakk­lát­ur fyr­ir þann tíma sem ég fékk að starfa á þeim vett­vangi.“

Ekki náðist í Har­ald í kvöld, en hann var upp­tek­inn út í fjósi að mjólka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert