SS styrkir söfnun Vilborgar Örnu

Vilborg Arna Gissurardóttir
Vilborg Arna Gissurardóttir mbl.is

Sláturfélag Suðurlands hefur ákveðið að styrkja Líf styrktarfélag suðurpólfarans Vilborgar Örnu Gissurardóttur um 250 þúsund krónur. Vilborg er fyrrum starfsmaður Sláturfélagsins og SS-pylsur voru hluti af fæði hennar á Suðurskautinu.

Á Facebook-síðu SS eru skilaboð um þetta þar sem segir: „Við óskum Vilborgu Örnu hjartanlega til hamingju með einstakt afrek við að ljúka göngu til suðurpólsins. SS pylsur voru hluti af matnum hennar en Vilborg vann á árum áður í sláturhúsi SS á Kirkjubæjarklaustri og því fyrrum starfsfélagi okkar.

SS mun af þessu tilefni styrkja Líf styrktarfélag, áheitafélag Vilborgar, um 250 þkr.“

Söfnun Vilborgar Örnu stendur enn yfir á vefsíðunni lifsspor.is þar sem frekar upplýsingar um afrek hennar er að finna, en söfnunin miðast að því að styðja við Kvennadeild Landspítalans.

SS-pylsur voru hluti af fæði Vilborgar á Suðurskautinu.
SS-pylsur voru hluti af fæði Vilborgar á Suðurskautinu. Guðmundur Rúnar Guðmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka