Þrumur og eldingar

Frá Bláfjöllum.
Frá Bláfjöllum. mbl.is/Eggert

Þrumur heyrðust í höfuðborginni rétt rúmlega hálf þrjú. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir menn hafi orðið varir við þrumur og eldingar í Bláfjöllum. Í kjölfarið dimmdi yfir og gerði haglél.

Veðurfræðingur segir að skýringu á þrumuveðrinu megi rekja til háreistra éljabakka, en þar sé mjög óstöðugt loft sem valdi oft þrumuveðri. Hann segir að lítil en kröpp lægð færist nú til norðurs suður af Reykjanesi. En einnig hefur verið eldingaveður við Vestmannaeyjar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert