Einhleypum konum fjölgar

Aníka Rós Pálsdóttir er einhleyp.
Aníka Rós Pálsdóttir er einhleyp. mbl.is
Síðustu árin hef­ur ein­hleyp­um kon­um fjölgað um all­an heim. Það sama á við á Íslandi, en þar hef­ur ein­hleyp­um kon­um fjölgað ár frá ári.
Stór hóp­ur ís­lenskra kvenna er hvorki skráður í sam­búð né hjóna­band og hlut­falls­lega hef­ur lít­il­lega fjölgað í hópn­um síðustu árin. 47 pró­sent kvenna á aldr­in­um 20-39 ára eru ein­hleyp­ar sam­kvæmt Hag­stofu Íslands, hvorki skráðar í sam­búð né hjóna­band. Stærst­ur hluti þessa hóps hef­ur aldrei gengið að alt­ar­inu eða um 94%. Árið 1998 var þetta sama hlut­fall ein­hleypra kvenna 39%.
Aníka Rós Páls­dótt­ir er barn­laus og hef­ur aldrei verið í sam­búð. Hún seg­ir það mis­skiln­ing að ein­hleyp­ir séu í stöðugri leit að maka þótt lífs­föru­naut­ur gæti verið góð viðbót – sé það rétta mann­eskj­an.

Ný­lega nýtti Aníka sér netið til frek­ari verka í þágu kvenna sem eru ein­hleyp­ar með því að stofna hóp­inn Ein­stak­ar kon­ur. „Ein­hleyp­ar kon­ur upp­lifa það stund­um að ef þær eiga bara vini sem eru í sam­bönd­um get­ur verið erfitt að fá ein­hvern með sér í að gera eitt­hvað í frí­tím­an­um því marg­ir eiga nóg með sitt og sín­ar fjöl­skyld­ur. Hóp­ur­inn er hugsaður sem vett­vang­ur fyr­ir kon­ur að eign­ast vin­kon­ur, ekki bara ein­hleyp­ar kon­ur reynd­ar því kon­ur í sam­bönd­um geta líka verið ein­angraðar. Við erum ný­farn­ar að hitt­ast.“

Aníka ít­rek­ar að það sé mis­skiln­ing­ur að ein­hleyp­ir séu stöðugt að leita. „Mann vant­ar ekki endi­lega hinn helm­ing­inn. Hann get­ur verið góð viðbót en líf mitt stend­ur ekki og fell­ur með því hvort ég á maka. Ég er ham­ingju­söm og tel mig eiga gott líf.“

Hjóna­skilnuðum fjölg­ar ekki en gift­inga­ald­ur hækk­ar

Ein­hleyp­ar kon­ur eru sam­kvæmt Hag­stofu Íslands þær sem hvorki eru skráðar í sam­búð né hjóna­band. Víst má því telja að ein­hver hluti þessa hóps eigi í lang­tíma­sam­bandi þótt ást­in hafi ekki verið skráð niður með form­leg­um hætti.

Ekki hef­ur fjölgað hlut­falls­lega í hópi ein­hleypra vegna fjölda hjóna­skilnaða því skilnaðartíðni hef­ur lítið breyst síðustu 25 árin. Hins veg­ar hef­ur meðal­gift­ing­ar­ald­ur hækkað.

Í Banda­ríkj­un­um og Bretlandi hef­ur ein­hleyp­um kon­um fjölgað mikið og tölu­vert verið skrifað um að ein helsta ástæðan sé sú að kon­ur séu sjálf­stæðari og vilji held­ur eng­an en þann næst­besta. Fjöldi kvenna velji sér að vera ein­hleyp­ar til skemmri eða lengri tíma, njóta stefnu­móta­menn­ing­ar og skamm­tíma­sam­banda og að máta sig við nokkra kær­asta, nú eða kær­ust­ur, fram eft­ir aldri.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert