Kosinn formaður ungra framsóknarmanna

Hafþór Eide Hafþórsson
Hafþór Eide Hafþórsson

Hafþór Eide Hafþórsson var í dag kjörinn nýr formaður Sambands ungra framsóknarmanna. Hann var einn í framboði og tekur við embættinu af Ástu Hlín Magnúsdóttur sem hefur gegnt embættinu síðastliðin 2 ár.

Hafþór er 22 ára Fáskrúðsfirðingur og er nú búsettur í Reykjavík þar sem hann leggur stund á nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur setið  í varastjórn SUF síðasta ár og gegnt trúnaðarstörfum innan Framsóknarflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert