Oddný vill verða varaformaður

Oddný Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Oddný Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar á Suðurlandi ætlar að gefa kost á sér til embættis varaformanns Samfylkingarinnar á komandi landsfundi flokksins.

Í gær sagði ég félögum mínum á stefnuþingi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi að ég hefði ákveðið að bjóða mig fram til varaformanns Samfylkingarinnar sem valinn verður á landsfundi 2. febrúar. Mér fannst mikilvægt að þau fengju að vita þetta fyrst og að tilkynningin kæmi þeim ekki á óvart þegar hún kæmi fram og nú fáið þið vinir mínir á fb einnig að vita um ákvörðun mína,“ segir Oddný á facebooksíðu sinni.

Dagur B. Eggertsson hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri sem varaformaður.

Atkvæðagreiðsla um formann Samfylkingarinnar stendur nú yfir, en kosningin er rafræn. Kosningunni lýkur 28. janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert