„Það er erfitt að kalla þetta nokkuð annað en aðför að því samfélagi sem við búum í. Staðreyndin er sú að ríkisvaldið er búið að skera niður hjá okkur um 48 stöðugildi frá því 2008 eða um 14% þeirra opinberu starfa sem fyrir voru í Skagafirði. Það hlýtur að vekja spurningar um framtíðarsýn ríkisins gagnvart svæðinu.“
Þetta segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar, í Morgunblaðinu í dag, en þar er fjallað um hvernig opinberum störfum í Skagafirði hefur fækkað meira en annars staðar á landinu frá 2008.