Vilja rafmagn upp í Icesave

Hol­lensk­ir stjórn­mála­menn vilja skoða þann mögu­leika að lagður verði sæ­streng­ur frá Íslands til Hol­lands til þess að flytja þangað ís­lenskt raf­magn. Hol­lenski Verka­manna­flokk­ur­inn, PvdA, hef­ur vakið máls á hug­mynd­inni en hann mynd­ar nú­ver­andi rík­is­stjórn lands­ins ásamt hægri­flokkn­um VVD.

Hug­mynd­in hef­ur fengið góðar und­ir­tekt­ir hjá þrem­ur stjórn­ar­and­stöðuflokk­um og hef­ur tals­vert verið fjallað um hana í hol­lensk­um fjöl­miðlum að und­an­förnu. Meðal ann­ars er fjallað um málið á frétta­vef RTL-sjón­varps­stöðvar­inn­ar í Hollandi. Þar seg­ir að Íslend­ing­ar búi yfir mik­illi grænni orku og mun meiri en þeir þurfi sjálf­ir á að halda. Fyr­ir vikið séu þeir áhuga­sam­ir um að selja um­framorku úr landi. Ein­ung­is 10% af þeirri orku sem Hol­lend­ing­ar noti sé hins veg­ar græn.

Rifjaður er upp áhugi breskra stjórn­valda á lagn­ingu slíks sæ­strengs frá Íslandi til Bret­lands og þess getið að Hol­lend­ing­ar gætu hugs­an­lega komið að þeim mál­um. Hvað kostnaðinn varðar þurfi Hol­lend­ing­ar ekki að hafa mikl­ar áhyggj­ur að því er seg­ir í frétt­inni enda skuldi Íslend­ing­ar þeim háar fjár­hæðir vegna Ices­a­ve-máls­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert